Í kvöld miðvikudaginn 16. desember verður jólavaka Grunnskólans austan Vatna í Höfðaborg. Dagskráin hefst kl 20:30 og munu nemendur bjóða upp á upplestur, söng og hljóðfæraleik. Söngkonan Margrét Eir verður sérstakur gestur kvöldsins og mun hún flytja hugljúf jólalög. Séra Halla Rut Stefánsdóttir flytur hátíðarræðu. Miðaverð er 2.000 kr fyrir fullorðna og 600 kr fyrir grunnskólabörn. Krakkarnir lofa notalegri jólastemmingu í Höfðaborg í kvöld.