Jólatrésskemmtun í Hrísey

Jólatrésskemmtun verður haldin 26. desember í Íþróttamiðstöðinni í Hrísey og hefst kl. 14:00. Dansað verður í kringum jólatréð og allir krakkar fá eitthvað góðgæti frá jólasveinunum sem mæta á svæðið. Léttar veitingar í boði.  Tekið verður á móti frjálsum framlögum til styrktar Ungmennafélagsins Narfa.