Tendrun jólatrésins á Siglufirði sem vera átti á morgun, laugardaginn 1. desember hefur verið aflýst vegna slæmrar veðurspár. Ný dagseting verður birt eftir helgina.
Ákvörðun verður tekin á morgun, þann 1. desember, um hvort kveikt verður á jólatrénu þann 2. desember í Ólafsfirði eins og áður var auglýst. Ákvörðun um opnun jólamarkaðar Tjarnarborgar verður sömuleiðis tekin á morgun.
Þetta kemur fram á vef Fjallabyggðar í dag.