Skógræktarfélag Eyfirðinga býður fólki að höggva sín eigin jólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk helgarnar 14. – 15. desember og 21. – 22. desember, kl. 11-15. Boðið er upp á ketilkaffi, kakó og piparkökur þegar draumatréð er fundið. Oft skapast skemmtileg útivistarstemmning á svæðinu og heimsókn á Þelamörkina er ómissandi fyrir margar fjölskyldur í aðdraganda jóla.

Jólatré kostar kr. 8.000 á tré óháð stærð, mest er um stafafuru en líka von um rauðgreni og blágreni. Einnig verður til sölu eldiviður, íslenskar jólagreinar, tröpputrén sívinsælu og mögulega handverk unnið úr skógunum.