Jólastemning verður á Ráðhústorginu á Siglufirði sunnudaginn 1. desember  kl. 16:00. Ljósin verða tendruð á trénu og flutt verður hátíðarávarp.

Dagskrá:

  • Hátíðarávarp
  • Börnin syngja jólalögin
  • Barn úr leikskólanum Leikskálum tendrar ljósin á trénu
  • Börn úr kirkjuskólanum hengja skraut á tréð
  • Kirkjukór Siglufjarðarkirkju syngur jólalög
  • Hó, hó, hó! Jólasveinarnir koma í í heimsókn með eitthvað gott í pokanum
  • Dansað kringum jólatréð með jólasveinunum

Kaupmannafélagið býður upp á heitt kakó og piparkökur.