Jólamót Molduxa er orðið jafnríkt í jólahefðum körfuknattleiksunnenda í Skagafirði eins og hangiketið. Þessi jólin verða engar breytingar þar á, því mótið verður haldið á annan í jólum í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Keppt verður í opnum flokki karla og 40+ flokki karla. Einnig verður keppt í kvennaflokki ef næg þátttaka fæst.

Þátttökugjald pr. lið er kr. 15.000 og rennur allur ágóði til körfuknattleiksdeildarinnar eins og áður.

Hægt er að skrá sig sem einstaklingur á mótið og verður búið til lið með slíkum skráningum. Gjaldið fyrir einstaklingsskráningu er kr. 2.500.

Athugið að gera verður upp þátttökugjöld fyrir fyrsta leik.

Skráning fer fram hjá Palla Friðriks í gegn um netfangið palli@feykir.is. Hann veitir einnig nánari upplýsingar í síma 861-9842.

Áætlað er að mótið hefjist kl. 12 þann 26. desember.