Jólaball Kiwanisklúbbsins Skjaldar

Jólaball Kiwanisklúbbsins Skjaldar í Fjallabyggð verður haldið á annan í jólum, 26. desember kl. 16:00 á Rauðku á Siglufirði. Dansað verður í kringum jólatréð við undirleik Stúlla.  Jólasveinar koma í heimsókn með gott í poka. Aðgangur er ókeypis.