Játaði að hafa skemmt fjórar kirkjur á Akureyri

Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Akureyri í dag, grunaður um skemmdarverk á fjórum kirkjum í bænum í fyrrinótt. Við skýrslutökur hjá Lögreglunni á Akureyri játaði maðurinn verknaðinn. Hann er talinn hafa verið einn að verki, málið telst upplýst og er maðurinn nú laus úr haldi lögreglu. Kirkjurnar sem skemmdar voru eru Akureyrarkirkja, Glerárkirkja, Hvítasunnukirkja og Kaþólska kirkjan.