Jarðskjálfti um 3,5 að stærð varð um 24 kílómetra norð-norðaustur af Siglufirði klukkan 7:16 í morgun. Upptökin eru á svipuðum slóðum og skjálfta að stærðinni 5,6 fyrir rúmri viku.
Nokkuð hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni undan Tröllaskaga frá því mest skalf en þó mælast öðru hverju skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn jarðeðlisfræðings á Veðurstofunni má búast við áframhaldandi virkni á svæðinu.
Heimild: www.ruv.is