Íþróttamaður Akureyrar 2016

Íþróttabandalag Akureyrar og Íþróttaráð Akureyrar standa fyrir kjöri íþróttamanns Akureyrar 2016 í Hofi í dag, 18. janúar klukkan 17:30. Íþróttafólk ársins hjá aðildarfélögum ÍBA verður kynnt. Forsvarsmenn íþróttafélaga fá afhenta styrki vegna Íslandsmeistara og landsliðsfólks og heiðursviðurkenningar ÍRA verða veittar. Samkomunni lýkur með því að lýst verður kjöri íþróttamanns Akureyrar árið 2016. Athöfnin er öllum opin.