Íslenskir ferðamenn eru mættir í langa helgi til Fjallabyggðar. Á tjaldsvæðinu á Siglufirði var ferðafólk mest á húsbílum eða með hjólhýsi í eftirdragi. Veðurspáin fyrir Norðurland og Norðausturland er góð þessa Hvítasunnuhelgina. Hitinn á Siglufirði var að nálgast 14° núna kl. 9:00 í morgun, og fór næturhitinn aðeins niður í 7° gráður. Nóg er um að vera þessa helgina í Fjallabyggð, söfn og sýningar eru opnar, og fjölbreyttir veitingastaðir fyrir alla fjölskylduna.

Mynd frá Tjaldsvæði Fjallabyggðar.

Mynd frá Tjaldsvæði Fjallabyggðar.
Mynd: Tjaldsvæði Fjallabyggðar.