Þessa Hvítasunnuhelgi flykkjast ferðamenn á Norðurland, en veðurspáin hefur verið afar góð fyrir þessa löngu ferðahelgi. Á tjaldsvæðinu á Sauðárkróki má finna húsabíla, hjólhýsi og tjald, og ljóst er að íslenskir ferðamenn ætla sér að nýta helgarnar vel í sumar. Hitinn á flugvellinum á Sauðárkróki kl. 9:00 í morgun var kominn yfir 11° og stefnir í góðan dag í Skagafirði.