Um helgina fer fram fyrsta helgin af þremur á Íslandsmóti neðri deilda. Í Fjallabyggð munu 3. deild kvenna og 5. deild kvenna koma saman og spila. Blakfélag Fjallabyggðar á lið í báðum þessum deildum en í 3.deild spilar BF Súlur og í 5.deild BF Benecta.  Í 3.deild eru 11 lið og í 5. deild eru 10 lið. Spilaðir verða 50 leikir í heildina í Fjallabyggð. Áætla má að um 200 manns komi til Fjallabyggðar um helgina í tengslum við mótið.

Á laugardeginum hefjast leikir kl. 09:00 í báðum íþróttahúsunum í Fjallabyggð. Áætlað er að leikir séu búnir kl. 13:30 í Ólafsfirði en kl 18:15 á Siglufirði.
Á sunnudeginum er einungis spilað á Siglufirði og hefjast leikir kl. 08:30 og áætlað að síðustu leikir séu búnir um kl. 16:30.

Íbúar og blakunnendur eru hvattir til að kíkja við í íþróttahúsunum og hvetja BF liðin en þeir sem ekki komast geta fylgst með leikjunum á eftirfarandi síðum:
3.deild kvenna: http://bli-web.dataproject.com/CompetitionHome.aspx?ID=48
5.deild kvenna: http://bli-web.dataproject.com/CompetitionHome.aspx?ID=50