Mynd: Karl Eskil/Vikudagur.

Árangur akureyskra íþróttamanna var góður á árinu. Hátt í tvö hundruð Íslandsmeistaratitlar unnust á árinu og einnig voru margir Akureyringar valdir til að leika með landsliðum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Íþróttaráð Akureyrar efndi til samsætis í Íþróttahöllinni fimmtudaginn 27. desember og heiðraði íþróttafólkið, auk þess sem styrkir voru veittir úr Afrekssjóði Akureyrar. Á meðfylgjandi mynd eru Íslandsmeistarar og landsliðsfólk.

Powered by WPeMatico