Íshestamót á Mývatni

Hestamótið Mývatn Open fór fram í blíðskapar veðri á Stakhólstjörn í Mývatnssveit um helgina þar sem gleðin var við völd. Knapar mættu prúðbúnir og tilbúnir til leiks og sýndar voru frábærar sýningar. Skráningar hafa aldrei verið fleiri.  Keppt var í A flokk, B flokk, tölti og hraðaskeiði þar sem sá sem fór hraðast samkvæmt radarmælingu lögreglu sigraði.   Hestamannahóf var svo haldið á Sel-Hótel Mývatni.

Úrslit:

A-flokkur, 1. styrkleikaflokkur

 1. Magnús Bragi Magnússon, Snillingur frá Íbishóli, 8,56
 2. Guðmundur Karl Tryggvason, List frá Syðri-Reykjum, 8,42
 3. Jóhann B. Magnússon, Fröken frá Bessastöðum, 8,36
 4. Skapti Steinbjörnsson, Skál frá Hafsteinsstöðum, 8,34
 5. Gestur Freyr Stefánsson, Sæmd frá Höskuldssstöðum, 8,30

B-flokkur, 1. styrkleikaflokkur

 1. Skapti Steinbjörnsson, Oddi frá Hafsteinsstöðum, 8,90
 2. Viðar Bragason, Lóa frá Gunnarsstöðum, 8,76
 3. Atli Sigfússon, Segull frá Akureyri, 8,49
 4. Magnús Bragi Magnússon, Hrafnfaxi frá Skeggstöðum, 8,47
 5. Ragnar Stefánsson, Vaka frá Litla Dal, 8,46

Tölt, 2. styrkleikaflokkur

 1.  Egill Már Vignisson, Dúkkulísa frá Þjóðólfshaga, 6,67
 2.  Vala Sigurbergsdóttir, Krummi frá Egilsá, 6,50
 3.  Tryggvi Höskuldsson, Flugar frá Króksstöðum, 6,17
 4.  Guðbjartur Hjálmarsson, Hulinn frá Sauðafelli, 6,17
 5.  Guðmundur Hjálmarsson, Svörður frá Sámsstöðum, 6,0

Tölt, 1. styrkleikaflokkur

 1. Skapti Steinbjörnsson, Oddi frá Hafsteinsstöðum, 7,83
 2. Viðar Bragason, Lóa frá Gunnarsstöðum, 7,50
 3. Ragnar Stefánsson, Vaka frá Litla-Dal, 7,0

Hraðaskeið

 1. Svavar Hreiðarsson, Hekla frá Akureyri, 45 km/klst
 2. Svavar Hreiðarsson, Jóhannes Kjarval frá Hala, 43 km/klst
 3. Svavar Hreiðarsson, Flugar frá Akureyri, 42 km/klst
 4. Ragnar Stefánsson, Hind frá Efri-Mýrum, 40 km/klst
 5. Kristján Sigtryggsson, Fluga frá Hellulandi, 37 km/klst