Lögreglan á Blönduósi telur nú að hvítabjörn sé einhvers staðar á Húnaflóasvæðinu. Veginum út á Vatnsnes var lokað fyrr í kvöld.
Þyrla Landhelgissælsunnar fann fyrir skömmu spor í fjörunni fyrir neðan Geitafell á vestanverðu Vatnsnesi og eru sporin að öllum líkindum eftir hvítabjörn. Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi, segir að björn sé á svæðinu og biður fólk við allan Húnaflóa um að hafa varann á uns búið er að finna dýrið.
Ítalskir ferðalangar töldu sig hafa séð björn á Húnaflóa í dag og var þyrla Landhelgisgæslunnar send til leitar. Eftir að fréttir voru fluttar um leitina í kvöld hafði ung kona samband við lögreglu og sagðist hafa séð ljósgulan blett út á hafi snemma í morgun. Hún hefði talið að hugsanlega gæti verið um hvítabjörn að ræða en þótt það svo ólíklegt að hún sagði ekki frá því fyrr en aðrar fréttir bárust um hugsanlegar hvítabjarnarferðir.
Ítölsku ferðamennirnir voru í fjörunni fyrir neðan Geitafell þegar þau töldu sig sjá hvítabjörn. Þeir sýndu heimilisfólki á Geitafelli myndir og myndskeið. Heimilisfólkið var ekki visst um að um hvítabjörn væri að ræða, en lét lögregluna engu að síður vita og í kjölfarið fóru lögreglumenn að svipast um. EFtir að Ítalarnir fórú frá Geitafelli
Lögreglan vill ná sambandi við ítölsku ferðamennina, um er að ræða miðaldra ítölsk hjón með tvo drengi á gráum jepplingi. Lögreglan biður því ferðaþjónustufólk að hafa samband ef það veit um ferðir þeirra.
Heimild: Rúv.is