Vegna framkvæmda við uppsetningu snjóflóðastoðvirkja í Hafnarhyrnu fyrir ofan Siglufjörð, verður að loka tjaldsvæðinu við Stóra-Bola um óákveðin tíma. Tjaldsvæðið er í flugleið þyrlunnar sem mun ferja stoðvirkin upp í fjall og því er svæðinu lokað af öryggisástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjallabyggð.