Fjallabyggð opnaði í gær tilboð í verkefnið “Götulýsing, útskipti ljóskerja og stólpa“. Tvö tilboð bárust og var annað þeirra undir kostnaðaráætlun. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði Ingva Óskarssonar ehf sem var með lægsta boðið.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Ingvi Óskarsson ehf. kr. 22.887.600
Raffó ehf. kr 25.571.074
Kostnaðaráætlun er kr. 25.411.000.