Kjör íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fór fram við hátíðlega athöfn í Bergi í dag. Það var kraftlyftingamaðurinn Ingvi Örn Friðriksson sem varð fyrir valinu í ár en hann hefur stundað klassískar kraftlyftingar undanfarin ár með stórgóðum árangri. Á þessu ári varð hann til að mynda í landsliði KRAFT, varð í 2. sæti á Reykjavíkurleikunum og Íslandsmeistari í réttstöðulyftu. Hann varð bikarmeistari í sínum þyngdarflokki og á stigum, ásamt því að verða efstur á styrkleikalista 2019.

Aðrir tilnefndir voru eftirtaldir aðilar:

Amanda Guðrún Bjarnadóttir – golf
Andrea Björk Birkisdóttir – skíði
Elín Björk Unnarsdóttir – sund
Svavar Örn Hreiðarsson – hestar
Sveinn Margeir Hauksson – knattspyrna

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2019
Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2019. Mynd: dalvikurbyggd.is

Einnig voru við þetta tækifæri afhentir styrkir til iðkenda í Dalvíkurbyggð og voru þeir afhentir í eftirfarandi röð:

a) Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu.
b) Amalía Nanna Júlíusdóttir vegna ástundunar og árangurs í sundi.
c) Ingvi Örn Friðriksson vegna ástundunar og árangurs í kraftlyftingum.
d) Amanda Guðrún Bjarnadóttir vegna ástundunar og árangurs í golfi.
e) Guðfinna Eir Þorleifsdóttir vegna ástundunar og árangurs á skíðum.
f) Snorri Guðröðarson vegna ástundunar og árangurs í frisbí-golfi.
g) Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu.

Þá var knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis einnig veittur styrkur vegna búnaðarkaupa fyrir afreksþjálfun á nýjum gervigrasvelli.

Ingvi Örn Friðriksson - Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2019