Iðnaðar- og viðskiptaráðherra heimsótti Akureyri og Grímsey

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heimsótti Akureyri og Grímsey á mánudaginn síðastliðinn. Í heimsókninni kynnti Ragnheiður sér orkuframleiðslu á Akureyri og fyrirtæki í hugbúnaðargeiranum, auk þess að heimsækja Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Menningarfélag Akureyrar. Tilgangur heimsóknarinnar var þó að heimsækja Grímsey og fundaði hún þar með hverfisráði eyjarinnar.