Íbúum í Fjallabyggð fjölgaði um 5 á milli ára og voru alls 2009 í desember 2019. Á sama tíma í fyrra var fjöldinn 2004 og í desember árið 2017 var fjöldinn 2011. Fjölgunin er því 0,2% á milli tímabila desember 2018 til desember 2019 í Fjallabyggð.

Í Dalvíkurbyggð fækkaði um 8 og var íbúafjöldinn í desember 1900 manns en var 1908 í fyrra og 1889 í desember 2017. Fækkunin er 0,4% á milli ára.

Í Skagafirði fjölgaði um 45 og voru íbúar í desember 4035 en voru 3990 í desember 2018. Fjölgunin í Skagafirði er 1,1% á milli ára.

Á Akureyri fjölgaði um 140 manns á milli ára eða 0,7% og eru íbúar 19.040 alls í desember 2019.

Tölulegar upplýsingar koma frá Þjóðskrá Íslands.