Íbúum á Norðurlandi eystra fækkaði um 39 frá 1. desember 2019 til 1. maí 2020. Aðeins var fækkun í tveimur landshlutum á þessu tímabili.

Í Fjallabyggð fækkaði um 9 á þessu tímabili og um 20 í Dalvíkurbyggð. Þá fækkaði um 6 í Norðurþingi og um 4 í Þingeyjarsveit. Á Akureyri fjölgaði hinsvegar um 29 manns og 8 í Grýtubakkahreppi.

Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 60 manns. Í Skagafirði fjölgaði um 36 manns, og um 16 í Húnaþingi Vestra og um 7 á Blönduósi.

Tölulegar upplýsingar koma úr gögnum Þjóðskrár Íslands.