Ábendingar frá veðurfræðingi

Hvasst verður í dag þann 9. ágúst af SV um norðvestanvert landið og eins vestan til á Norðurlandi. Við þessar aðstæður gætu hviður staðbundið orðið 25-30 m/s. s.s. í Skagafirði og einkum þá í Fljótum við Stafá og Gautland. Eins í Önundarfirði neðantil á Gemlufallsheiði.

Á fjallvegum norðan og norðvestan til er vindur nokkuð jafn allt að 15-20 m/s og á norðanverðu hálendinu sums staðar talsvert sand- eða moldrok.Tekur heldur að lægja með kvöldinu.

Heimild: www.vegag.is