Hvammstangavöllur í Kirkjuhvammi á Hvammstanga var vígður í gær, 18. ágúst en Kormákur/Hvöt lék gegn Hetti frá Egilsstöðum í 4. flokki karla. Heimamenn unnu leikinn 6-3 og var því sigur á opnunarleik vallarins.

Kormákur/Hvöt eru efstir í sínum riðli á Íslandsmótinu í fótbolta með 31 stig og Völsungur er í öðru sæti með 26 stig.