Húnavaka, hin árlega fjölskyldu- og menningarhátíð Blönduósinga hefst í gær. Hátíðin var sett fyrir framan Hafíssetrið og svo var blásið til heljarinnar grillveislu og eftirréttarhlaðborðs í gamla bænum.
Að því loknu voru Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar afhent en að þessu sinni var Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi verðlaunuð fyrir snyrtilegt umhverfi og Hlíðarbraut 19 fyrir fegursta garðinn en þar búa Njáll Runólfsson, Ásta Þórisdóttir og synir.