Garðyrkjufélag Íslands hefur haft samband við Fjallabyggð vegna hugmyndar um almennings- eða trjágarð í miðbæ Ólafsfjarðar. Hugmyndin væri að garðurinn yrði á milli Tjarnarstígs, Aðalgötu og lóðar Grunnskóla Fjallabyggðar og yrði samtengdur grænu svæði austan Ægisgötu þar sem nú er Aldingarður æskunnar.

Mynd: Héðinsfjörður.is/ Magnús Rúnar Magnússon