Laugardaginn 5. maí ætla Ólafsfirðingar að hittast kl. 10:00 við sundlaugina í Ólafsfirði og hreinsa til miðsvæðis í bænum. Pokar, hjólbörur, hrífur og plokkarar verða á sínum stað fyrir alla vinnumenn, og hægt verður að skilja pokana eftir. Allt rusl verður sótt af starfsmönnum Fjallabyggðar.
Á svæðinu við Ósbrekkusand fundust við hreinsun fimm sprautunálar í síðustu hreinsun.  Foreldrar barna eru beðnir um að brýna fyrir börnunum að týna ekki upp nálar.