Hið árlega hrekkjavökuball félagsmiðstöðvarinnar Friðar var haldið í gærkvöld í Höfðaborg á Hofsósi. Um 120 unglingar í 8.-10. bekk úr öllum Skagafirði og Fjallabyggð mættu sem ýmiskonar furðuverur í Höfðaborg. Unglingastigið á Hofsósi var búið að leggja mikinn metnað í einstaklega drungalegar skreytingar.
Dj. Ne$iNe$ þeytti skífum að sinni alkunnu snilld. Verðlaun voru veitt fyrir frumlegasta búninginn og var það Rebekka Helena Róbertsdóttir sem hlaut þau verðlaun og fyrir besta búninginn vann Jón Gabríel Marteinsson.
Ballið heppnaðist mjög vel og voru krakkarnir til mikilla fyrirmyndar.

Myndir með frétt koma frá Húsi Frítímans í Skagafirði.

Myndir frá Húsi Frítímans.
Myndir frá Húsi Frítímans.

Mynd frá Hús Frítímans.

Mynd frá Hús Frítímans.

Mynd frá Hús Frítímans.