Hreinsun á Sundlauginni í Varmahlíð

Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð dagana 23.-27. ágúst meðan verið er að hreinsa laugina. Laugin opnar aftur mánudaginn 28. ágúst og hefst þá vetraropnun.  Opið er mánudaga til fimmtudaga kl. 9-21, á föstudögum kl. 9-14 og á laugardögum og sunnudögum kl. 10-15. Frá 1. október verður sundlaugin lokuð á sunnudögum.