Þegar óveðrið geisaði norðanlands í september leiddi samspil snjóþunga og hvassviðris til þess að greinar í Hólaskógi í Hjaltadal klofnuðu og tré féllu. Gönguleiðin upp í Gvendarskál lokaðist nær alveg vegna þess, þar sem hún liggur nærri skógarjaðrinum. Því tóku tveir sjálfboðaliðar sig til og söguðu greinar og ruddu brautina. Nú er göngustígurinn í gegnum skóginn aftur orðinn vel fær.

Það skal þó tekið fram að þeir sem fara á hestbaki um Hólaskóg eru beðnir um að ríða ekki á göngustígunum, því að þeir eru engan veginn hannaðir til þess að bera þunga hests og þrepin góðu eyðileggjast – eins og því miður hefur orðinn rauninn í nokkur skipti. Bak við hvert þrep liggur mikil vinna, bæði nemenda ferðamáladeildar og sjálfboðaliða. Því er mælst til þess að reiðmenn haldi sig við veginn sem liggur í gegnum skóginn.

Að sjálfsögðu er öllum velkomið að ganga um Hólaskóg og njóta útivistar í fögru umhverfinu þar.

Fleiri ljósmyndir má sjá í þessu videoi hér.

Ljósmynd tók Kjartan Bollason, texti frá www.holar.is

Ljósmynd: Kjartan Bollason.