Nemendur á yngra stigi við Grunnskóla Fjallabyggðar leiddust hönd í hönd á alþjóðlega downs-deginum, þann 21. mars sl. til að minna okkur öll á að vera góð hvert við annað og virða réttindi allra til að vera eins og þeir eru. Krakkarnir fengu fræðslu um Downs heilkenni og komu þau í skólann í mislitum sokkum til að sýna þeim sem eru með Downs stuðning.
Krakkarnir á mið- og unglingastigi í 5.-10. bekk tóku einnig þátt á sinni starfsstöð með því að haldast hönd í hönd og benda á að við eigum að fagna fjölbreytileikanum og forðast fordóma.
Frá þessu er greint á vef Grunnskóla Fjallabyggðar.