Stjórnarmenn Hollvinasamtaka SAk komu færandi hendi í lok júlímánaðar og afhentu Sjúkrahúsi Akureyrar lasertæki til að leysa upp þvagrásarsteina og gallsteina. Tækið sparar um 70 ferðir sjúklinga á ári til Reykjavíkur. Verðmæti tækisins er um 10 milljónir króna.

Stuðningur hollvina SAk við starfsemi sjúkrahússins er ómetanlegur.