Höllin sér um veitingasölu í Tjarnarborg

Fjallabyggð auglýsti í janúar eftir aðilum til að taka að sér veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Aðeins ein umsókn barst, frá Höllinni veitingahúsi í Ólafsfirði, en þeir höfðu séð um veitingar fram til þessa samkvæmt samningi sem var að renna út.  Ákveðið hefur verið að ganga til samninga á ný við Höllina um áframhaldandi veitingasölu í húsinu.