Fyrirtækið Hoffell ehf. hefur óskað eftir viðræðum við fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppbyggingu nokkurra íbúða á Hofsósi og í Varmahlíð. Þessar íbúðir gætu hentað þeim sem vildu flytja úr stærri fasteignum í minni.

Hoffell flytur inn byggingarefni og byggir hús  samkvæmt skandinavískri fyrirmynd. Fyrirtækið er samstarfsaðili arkitektastofunnar Urbanhus í Noregi sem hannar útlit húsanna, í samstarfi við arkitekta á Íslandi.

Einbýlishús