H&M og Eik fasteignafélag hf. kynna með gleði opnun H&M verslunar á Glerártorgi, Akureyri. Þetta er fjórða verslunin sem sænska verslunarkeðjan opnar hér á landi.

„H&M versl­un­in á Gler­ár­torgi verður um 1.300 fer­metr­ar að stærð, full af tísku og gæðum á hag­kvæm­asta verðinu, fram­leitt með sjálf­bær­um hætti. H&M versl­un­in á Gler­ár­torgi mun bjóða upp á breitt úr­val af nýj­ustu stíl­um ásamt klass­ískri tísku. Í versl­un­inni verður fá­an­leg­ur dömu- og herrafatnaður ásamt barnafatnaði og snyrti­vör­um. Áætluð opn­un er haustið 2020,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

„Við erum ótrú­lega spennt að færa út kví­arn­ar og opna versl­un fyr­ir utan höfuðborg­ar­svæðið og geta þannig boðið viðskipta­vin­um okk­ar á Norður­landi tísku og gæði á hag­kvæm­asta verðinu, fram­leitt á sjálf­bær­an máta. Við erum virki­lega ánægð með veru okk­ar á land­inu og verður H&M á Gler­ár­torgi frá­bær viðbót við versl­an­ir okk­ar á Íslandi,“ seg­ir Dirk Roen­nefa­hrt, fram­kvæmda­stjóri H&M á Íslandi og í Nor­egi.

„Samn­ing­ur­inn við H&M er í sam­ræmi við stefnu Eik­ar fast­eigna­fé­lags um að styrkja Gler­ár­torg. Vin­sæl versl­un á við H&M mun laða að sér enn stærri hóp af gest­um, sem mun einnig hafa já­kvæð áhrif á aðrar versl­an­ir á Gler­ár­torgi. Við erum afar stolt af því að geta boðið íbú­um á Norðaust­ur­landi upp á H&M versl­un. Sterk­ara Gler­ár­torg mun einnig styðja við Ak­ur­eyri sem miðstöð versl­un­ar- og þjón­ustu á norðaust­ur­hluta lands­ins,“ seg­ir Garðar Hann­es Friðjóns­son, for­stjóri Eik­ar fast­eigna­fé­lags hf.

H&M Hammersmith, London