Skagfirska hljómsveitin Funk that Shit! lenti í þriðja sæti í Músíktilraunum 2012 á úrslitakvöldi keppninnar í Austurbæ í gærkvöldi. Gítarleikar sveitarinnar, Reynir Snær Magnússon, hlaut nafnbótina Gítarleikari Músíktilrauna 2012 og Guðmundur Ingi Halldórsson, félagi hans úr Funk that Shit!, var valinn besti bassaleikarinn.

Á heimasíðu Rúv.is kemur fram að hljómsveitin RetRobot hafi fagnað sigri í keppninni og í öðru sæti varð hljómsveitin Þoka. Hljómborðsleikari Músíktilrauna er Heimir Klemensson úr Þoku, trommari ársins var valinn Sólrún Mjöll Kjartansdóttir úr White Signal og rafheili ársins er Daði Freyr Pétursson úr RetRobot. Söngvaraverðlaunin hlaut Agnes Björgvinsdóttir úr hljómsveitinni Þoku. Hljómsveit fólksins var hljómsveitin White Signal en hún var valin í símakosningu.