Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að láta tæknideild Fjallabyggðar fjarlægja hjólabrettaramp sem er á skólalóð Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði vegna slysahættu sem stafar af leiktækinu. Þegar rampurinn er blautur er hann afar sleipur og getur valdið slysum. Mynd: Magnús Rúnar Magnússon/ Héðinsfjörður.is