Hilmar Símonarson keppti fyrir hönd Kraftlyftingafélags Ólafsfjarðar á Íslandsmeistaramóti í klassískri bekkpressu í dag.
Hilmar keppti í -74 kg flokki og lyfti 130 kg sem er persónulegt met hjá honum. Þetta skilaði honum 1. sæti og gulli. Honum til trausts og halds var Rúnar Fjósi Friðriksson.

Mynd frá Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar Fjallabyggð.