Hilmar Símonarson keppti fyrir hönd Kraftlyftingafélags Ólafsfjarðar á Íslandsmeistaramóti í klassískri bekkpressu í dag.
Hilmar keppti í -74 kg flokki og lyfti 130 kg sem er persónulegt met hjá honum. Þetta skilaði honum 1. sæti og gulli. Honum til trausts og halds var Rúnar Fjósi Friðriksson.
