Hestamótið Fákaflug haldið á Hólum

Hestamótið Fákaflug verður haldið á Hólum í Hjaltadal helgina 28.-30. júlí. Hestamannafélagið Skagfirðingur heldur mótið í samstarfi við Hestamannafélögin Létti, Hring, Funa, Snarfara, Þyt og Neista.

Riðin verður sérstök forkeppni í A-flokki, B-flokki, barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki. Auk þess verður keppt í pollaflokki.