Videoval á Siglufirði er gamalt og gróið fyrirtæki sem hefur haft nokkra eigendur í gegnum tíðina. Fyrirtækið hefur verið í nokkrum húsnæðum á Siglufirði en er í dag við Túngötu 11. Videoval var lengi vel talin vera með síðustu videóleigum landsins en í vor flutti fyrirtækið í nýtt húsi við Túngötuna og var DVD leigan ekki sett upp þar eins og var á Suðurgötunni og er óákveðið hvað verður um myndirnar að sögn eigenda staðarins.

Ritstjóri vefisins leit við í sumar og var staðurinn nýbyrjaður að bjóða upp á heitan skyndibita sem þeir kalla Subs sem er grilluð loka líkt og Subway hefur boðið upp á í mörg ár. Hægt er að velja á milli Nauta- kjúklinga- eða pepperónisub, og einnig er val um sósur með, sinnepssósu, hvítlaukssósu eða Bernaisesósu.  Óhætt er að mæla með þessari nýjung hjá Videoval á Siglufirði.

Videoval selur einnig hrikalega góðan Emmess ís sem er klárlega besti ísinn á Siglufirði, en það voru ófáar heimsóknirnar í ísinn í sumar hjá ritstjóra vefsins.  Videoval selur einnig fjölbreytt sælgæti og er nammibarinn þar mjög vinsæll.