Heitt í Héðinsfirði

Hitinn mældist mest 18,5 gráður í Héðinsfirði í dag klukkan 17:00. Hitinn þar hækkaði hratt eftir hádegið. Á Siglufirði fór hitinn hæst í 17,8 gráður kl. 18:00 í dag. Mestur hiti í Ólafsfirði var 15,9 gráður kl. 19:00. Á Akureyri fór hitinn mest upp í 18,1 gráðu kl. 15:00 í dag.