Laugardaginn 14. janúar lagði mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lykkju á leið sína á Vínartónleika Karlakórsins Heimis og heimsótti Kvikmyndafjélagið Skottu og Hátæknimenntasetur Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.  Hún kynnti sér aðstöðu til náms í kvikmyndagerð og aðstöðu til verknáms við skólann.  Kvikmyndanám við FNV er í nánu samstarfi við Kvikmyndafjélagið Skottu, sem leggur til kennara aðstöðu og tækjabúnað til kvikmyndanámsins. Ráðherra var sýnd stuttmynd sem nemendur gerðu og vann til fyrstu verðlauna á kvikmyndahátíðinni Stullanum á Akureyri í haust.  Þess má geta að önnur verðlaun á hátíðinni féllu einnig í skaut nemenda í kvikmyndagerð við skólann.

Ráðherra voru m.a. sýndar tölvustýrðar vélar  í verknámsdeildum skólans og Fab Lab stofan, en mikil áhersla er lögð á að nemendur kunni að nota tölvustýrðar vélar og tæki sem byggja á CNC tækni. Auk þessa gefst nemendum færi á að spreyta sig á nýsköpun í FAb Lab stofunni