Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.

Bókmenntaunnendum býðst einstakt tækifæri miðvikudagskvöldið 6. febrúar til að heimsækja Davíðshús, heimili Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, og upplifa það á alveg nýjan hátt. Ferðast verður um húsið í för með leikurum Leikfélags Akureyrar, lesin verða nokkur af helstu ljóðum skáldsins, og leiklesin verða atriði úr nýju leikriti eftir Árna Kristjánsson, Sálin hans Davíðs, en verkið fjallar um Davíð Stefánsson á nýstárlegan máta.

Powered by WPeMatico