Heimamenn á Siglufirði hafa snúið bökum saman og unnið að því að endurvekja Síldarævintýrið á Siglufirði í nýrri mynd. Hátíðin verður nú endurvakin í nýrri mynd um verslunarmannahelgina, dagana 1.-4. ágúst. Engin hátíð hefur verið haldin undanfarin tvö ár en nú verður haldin myndarleg fjölskylduhátíð með mörgum litlum viðburðum víðsvegar um miðbæ Siglufjarðar. Hátíðin var um árabil haldin af sveitarfélaginu, en lagðist að lokum í dvala.

Þjónustuaðilar og áhugafólk um menningu og mannlíf á Siglufirði standa að hátíðinni í ár. Í stýrihóp hátíðarinnar eru: Guðmundur Óli Sigurðsson, Halldóra Guðjónsdóttir (á Kaffi Rauðku) og Þórarinn Hannesson.

Dagskráin er loksins orðin opinber og er hægt að finna hana hér á síðunni.

Dagskrá:

Frá fimmtudegi til sunnudags verða fjölmargir viðburðir á Siglufirði og ætti engum að leiðast.

Fimmtudagur 1. ágúst
10.00 – 12.00 Hjarta Bæjarins Prjónakaffi Prjónað, spjallað og notið stundarinnar
13.00 – 16.00 Alþýðuhúsið Listasmiðja Fyrir börn með aðstandendum
16.00 – 16.40 Ljóðasetur Íslands Tónleikar Lög við ljóð eftir Siglfirðinga
18.00 – 20.00 Siglufjörður Götugrill Um allan bæ
20.00 – ????? Aðalbakarí Lifandi tónlist Þorvaldssynir leika og syngja

Föstudagur 2. ágúst
10.00 – 12.00 Hjarta bæjarins Prjónakaffi Prjónað, spjallað og notið stundarinnar
14.00 – 16.00* Kaffi Rauða Útigrill Kjúklingaspjót og grillaðir bananar
16.00 – 16.40 Ljóðasetrið Gamansögur Sagðar verða siglfirskar gamansögur
16.00 – 18.00 Björgunarsveitarhús Klifurveggur Mættu og klifraðu upp vegginn
16.00 – 20.00 Blöndalslóð Hoppukastalar opnir Smástrákar sjá um gæslu
17.00 Alþýðuhúsið Myndlistarsýning Opnun, Magnús Helgason
18.00 Segull 67 Brugghúskynning Hvernig verður bjórinn til og smakkast?
20.00 – ????? Aðalbakarí Lifandi tónlist Þorvaldssynir leika og syngja
22.00 Kveldúlfur Pub-Quiz Húsið opnar 21.00.
21.00 – 00.00 Kaffi Rauðka Sveitaball Hljómsveitin Meginstreymi
23.00 Veitingast. Torgið Lifandi tónlist Tríóið Regína skemmtir gestum
23.30 – 01.00 Kveldúlfur Lifandi tónlist Hefst um leið og Pub-Quizinu lýkur

Laugardagur 3. ágúst
10.00 – 12.00 Hjarta bæjarins Prjónakaffi Prjónað, spjallað og notið stundarinnar
10.00* SiglóGolf Hótel Sigló golfmótið Golfmót á glæsilegum velli
11.00 – 12.00 Ljóðasetur Ófærðarganga Leiðsögn um söguslóðir Ófærðar
12.00 – 14.00 Malarvöllur Á hestbak Fyrir börnin í boði Raffó
12.00 – 15.00 Bókasafnið Bókamarkaður Úrval bóka á hlægilegu verði
12.00 – 15.00 Bókasafnið Opið hús Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar 35 ára
12.00 – 18.00 Í miðbænum Lifandi tónlist Ýmsir tónlistarmenn spila og syngja
13.00 – 14.00* Kaffi Rauðka Andlitsmálun Skemmtilegt andlitsskraut
13.00 – 16.00 Frímúrarahúsið Opið hús Opið hús hjá Frímúrurum á Siglufirði
13.00 – 14.00 Síldarminjasafnið Síldarsöltun og dans Síldarsöltun og bryggjuball við Róaldsbrakka
14.00 – 14.30 Ljóðsetrið Sögustund Ævintýri í eyru fyrir 3—6 ára
14.00 – 15.00 Síldarminjasafnið Síldarhlaðborð Smakkaðu ljúffenga síld og meðlæti
14.00 – 16.00* Kaffi Rauðka Útigrill Kjúklingaspjót og grillaðir bananar
14.00 – 18.00 Segull 67 Fornbílasýning Glæsilegir bílar til sýnis
14.00 – 18.00* Segull 67 Grillveisla Bratwurst grill, öl og lifandi tónlist
14.00 – 18.00 Segull 67 Sölubásar Gott frá Gili, Systrabönd o.fl.
15.00 – 16.00* Blöndalslóð Andlitsmálun Skemmtilegt andlitsskraut
15.00 – 18.00 Blöndalslóð Hoppukastalar opnir Smástrákar sjá um gæslu
16.00 Segull 67 Bjórleikarnir Þrautir – Ísbað og heit kör
16.00 – 16.40 Ljóðasetrið Tónleikar Lög við ljóð eftir ýmis skáld
17.30* Segull 67 Brugghúskynning Hvernig verður bjórinn til og smakkast ?
20.00 – ????? Aðalbakarí Lifandi tónlist Lifandi tónlist
21.00 – 23.00 Smábátahöfnin Bryggjusöngur Fjöldasöngur og verðlaunaafhending
22.00* Kaffi Rauðka Tónleikar Herra Hnetusmjör og DJ Egill Spegill
23.00 – ????? Veitingast. Torgið Lifandi tónlist Eva Karlotta heldur uppi fjörinu
23.00 – 01.00 Kveldúlfur Trúbador Húsið opnar Kl 22.00

Sunnudagur 4. ágúst
10.00 – 12.00 Hjarta Bæjarins Prjónakaffi Prjónað, spjallað og notið stundarinnar
11.00 – 12.00 Ljóðasetrið Gamansagnaganga Gengið up söguslóðir og hlegið
12.00 – 14.00 Klifurturninn Kassaklifur og sig 13 ára og eldri – Í boði Rammans
12.00 – 15.00 Bókasafnið Opið hús Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar 35 ára
12.00 – 18.00 Miðbærinn Lifandi tónlist Ýmsir tónlistarmenn spila og syngja
12.30 – 13.30 Malarvöllur Hlaup Umf Glóa Fyrir krakka 6 – 13 ára
13.00 – 15.00 Slökkvistöð Bílasýning Bílar Slökkviliðs Fjallabyggðar til sýnis
14.00 – 14.40 Ljóðasetrið Tónleikar fyrir börn Tóti Trúbador og gestur
15.00 – 16.00 Þjóðlagasetur Rímur og rjómi Kvæðismannastund og vöfflur
15.00 – 18.00 Blöndalslóð Hoppukastalar opnir Smástrákar sjá um gæslu
16.00 – 17.00 Ljóðasetrið Tónleikar og ljóð Sveinbjörn I. Baldvinsson
16.30* Segull 67 Brugghúskynning Hvernig verður bjórinn til og smakkast?
21.30 – 01.00 Kveldúlfur Bjór og Búsbingó Húsið opnar kl 21.00. Áfengistengdir vinningar
23.00- Veitingast. Torgið Skemmtileg tónlist Skemmtileg tónlist og barinn opinn

Leiksvæði fyrir börnin

Ærslabelgur Blöndalslóð kl. 10.00 – 22.00
Skólabali – Ýmis leiktæki s.s. rólur, kastali, aparóla o.fl. Skólalóð Allan daginn
Rauðkusvæði – Kastali, minigolf, strandblak, sandkassi. Við Kaffi Rauðku Allan daginn
Ath. börnin eru á ábyrgð foreldra

Sýningar á Síldarævintýri

Að ofan – Ljósmyndasýning Ingvars Erlingssonar Veitingast. Torgið kl. 12.00 – ?????
Ljósmyndasýning – RAX og Leifur Þorsteinsson Saga – Fotografica Kl. 13.00 – 16.00
Klippimyndir síldaráranna – Arnfinna Björnsdóttir Hannes Boy kl. 11.30 – 21.00
Stiklur – Myndlistarsýning – Kristján Jóhannsson Söluturninn kl.
Myndlistarsýning í Kompunni – Magnús Helgason Alþýðuhúsið kl. 14.00 – 17.00
Söfn, setur og vinnustofur á Síldarævintýri
Ljóðasetur Íslands kl. 14.00 – 17.00
Saga – Fotografica kl. 13.00 – 16.00
Síldarminjasafn Íslands kl. 10.00 – 18.00
Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar kl. 12.00 – 18.00
Vinnustofa Abbýar
Vinnustofa Sjálfsbjargar – Virka daga kl. 13.00 – 16.00

Veitingar

Aðalbakarí kl. 07.00 – ?????
Frida súkkulaðikaffihús kl. 13.00 – 18.00
Grill 66 á Olís kl.
Hannes boy kl. 11.30 – 21.00
Harbour House Café kl. 12.00 – ?????
Hótel Siglunes kl.
Sunna – Á Hótel Sigló kl. 18.00 – 21.00
Torgið restaurant – Eldhúsið opið kl. 12.00 – 22.00
Videoval kl. 13.00 – ?????
Harbor House Café kl. 12.00 – ?????

Annað

Candyflossvagninn föstudag og laugardag Við Kaffi Rauðku kl. 12.00 – ?????
Mynd með drottningunni Við Sigló Hótel ? Allan daginn
Önnur dægradvöl
*Top Mountaineering – Kayakar og sigling á Rib-boat ef veður leyfir
*Sundlaugin tilvalin fyrir sundsprett og slökun. Heitur pottur, kalt kar og sauna.
Hvanneyrarskálin – Frábært útsýni yfir Siglufjörð – Auðveld ganga
Gönguferðir um Ríplana (snjóflóðagarðana)
Gönguferðir um fjöll og dali. Merktar gönguleiðir. Kort á Bókasafni Fjallabyggðar.
Heimsókn í skógræktina – Algjör paradís!
Dagskráliðir með aðgangseyri *
Athugið dagskrá getur komið til með að breytast fram að hátíð