Vissir þú að Losti.is býður upp á fríar kynningar?

Kannski ekki! Á hverjum degi fáum við fjölda spurninga sem tengist kynningum okkar. Við tókum saman helstu spurningarnar og mikilvæg atriði.

Heimakynningarnar okkur eru skemmtilega samsettar af fræðslu og skemmtun.
Við mætum á svæðið með tösku fulla af titrandi fjöri og gerum partýið algerlega ógleymanlegt.
Eða tökum vel á móti þér og þínum hóp í verslun okkar, í Borgartúni 3, fyrir utan opnunartíma búðarinnar.
Á kynningunum myndast skemmtilegar umræður og geggjuð stemning en við sníðum okkar kynningar algerlega að ykkar þörfum.
Kynningarnar okkar eru alls ekki einskorðaðar við gæsanir eða steggjanir.
Við erum oft bókaðar í afmæli, árshátíðir, saumaklúbbs hittinga og matarboð.

Hvað mega vera margir á kynningunni?
Lágmarks fjöldi til að halda kynningu er 5 manns en í raun fer hámarkið eftir Þórólfi og Víði.

Hvað tekur kynning langan tíma?
Kynningarnar okkar eru um það bil 60-90 mínútur.

Við bjóðum upp á skemmtun sem hentar í alls kyns viðburði og fyrir alla hópa!
Ef þú ert með yfir 25 manna hóp bjóðum við upp á sérstakar kynningar fyrir stærri hópa.

Er hægt að versla á kynningum?
Já, að sjálfsögðu.
Við mætum með allar vörur sem við kynnum með okkur, ef varan selst upp á kynningunni er hægt að fá hana senda í pósti næsta virkan dag eða sækja í verslun okkar í Borgartún 3.
Við mætum með posa, tökum á móti millifærslum og pening, netgíró og pei.

Get ég bókað ykkur á kynningu þó ég búi ekki á höfuðborgarsvæðinu?
Já! Við tökum gjald fyrir kynningar utan höfuðborgarsvæðisins og það er alltaf samið um verð fyrirfram.

Hvað þarf að bóka kynningu með löngum fyrirvara?
Því fyrr, því betra.
Það er best að hafa samband um leið og þú veist hvaða dag þú vilt fá kynningu.

Hvernig eða hvar bóka ég kynningu?
Einfaldast er að fylla út þetta form og við höfum svo samband við þig.
Annars er alltaf hægt að hringja í okkur í s: 546 0666 eða senda okkur tölvupóst á losti@losti.is

 

Texti: Kynning, aðsent efni.