Nýtt fyrirtæki, Heba – Hár og Hönnun opnar á Siglufirði í desember.  Fyrirtækið hét áður Hárgreiðslustofa Sirrýjar en unnið hefur verið að þessum breytingum undanfarnar vikur. Heba – hár og hönnun opnar formlega mánudaginn 2. desember að Aðalgötu 9 á Siglufirði. Þar verða til sölu hinar ýmsu hárvörur sem og aðrar vörur.

Nýr starfsmaður, Fannar Leósson, tekur á móti viðskiptavinum en hann hefur 22 ára reynslu í faginu og hefur sett upp ótal hársýningar og haldið ótal námskeið. Hann hefur störf mánudaginn 25. nóvember næstkomandi og tekur að sér bæði konur og karla.
Formleg opnun verður þó 2. desember og verða þá ýmis opnunartilboð í gangi.

Tímabókanir eru í síma 837-1233 á virkum dögum á milli kl. 10:00-16:00.