Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur boðað til haustfundar ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð.  Fundurinn verður haldinn í menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 14. nóvember næstkomandi og hefst stundvíslega kl. 17:30.

Boðið verður upp á súpu og kaffi á fundinum.

Skráning á fundinn fer fram á vef Fjallabyggðar.