Eftir annasama viku í leikmannamálum hjá Tindastól var komið að Haukum að koma í heimsókn á Sauðárkróksvöll.  Haukar unnu 1-0 sigur með marki undir lok fyrri hálfleiks. Haukamenn voru talsvert betri í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var allt annar og heimamenn óheppnir að ná ekki að skora mark.

Tindastóll var með talsvert breytt lið frá síðasta leik.  Ben Everson og Theo Furness fóru frá félaginu í vikunni og einnig vantaði Fannar Örn sem var í leikbanni. Inn fyrir þá komu Fannar Freyr sem tók framlínuna fyrir Ben og Atli Arnarson fór af miðjunni og var á hægri kantinum. Ingvi fór niður í vinstri bakvörðinn fyrir Fannar og Max var kominn á vinstri kantinn. Strákunum gékk erfiðlega að halda boltanum inná miðjunni og lítil ógn var fram á við hjá Tindastóli. Haukamenn pressuðu stíft og skoruðu sigurmarkið á 44.mín.

 

Seinni hálfleikurinn var betri hjá Tindastóli. Benjamín Gunnlaugarson kom inná á 46. mínútu og við það kom meiri ógn í sóknina. Arnar Sigurðsson kom síðan inná á 62. mínútu og var hann alltaf líklegur til að gera eitthvað, en Arnar er að jafna sig af meiðslum. Tindastóll setti mikla pressu á Hauka undir lokin og voru óheppnir að ná ekki að jafna leikinn. Lokastaðan 0-1 fyrir Hauka.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.