Áhöfn Háskólalestarinnar slær upp Vísindaveislu í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði í dag frá kl. 12:00-16:00.  Vísindaveislan er opin öllum og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Vísindaveislan er fjölbreytt og lifandi, þar sem áhersla er lögð á fjör og fræði, skemmtun og fræðslugildi. Gestum gefst færi á að sjá frábærar tilraunir, fylgjast með mælingum og pælingum eðlisfræðinga og kynnast margvíslegum undrum jarðar hjá jarðfræðingunum og margt fleira.

Allir eru hjartanlega velkomnir – enginn aðgangseyrir.

Háskóli Ãslands