Hárgreiðslustofa Sirrýjar hefur opnað aftur á Siglufirði, en eins og greint var frá hér á vefnum í vor þá hætti Hárgreiðslustofan rekstri. Nýr starfsmaður mun vera til staðar í sumar sem kemur frá Hofsósi og er háriðnmeistari. Hægt verður að panta tíma á fésbókarsíðu stofunnar. Eigandi stofunnar mun svo byrja í september og verður tvo daga í viku.